Háskóli Íslands

Rannsóknasetur í fötlunarfræðum er þverfaglegur vettvangur rannsókna á sviði fötlunarfræða. Setrið var stofnað árið 2006 og er fyrsta stofnunin á sviði fötlunarfræða hér á landi. Setrið er undirstofnun Félagsvísindastofnunar. Forstöðumaður er Rannveig Traustadóttir prófessor en Hanna Björg Sigurjónsdóttir dósent er aðstoðarforstöðumaður.

Um rannsóknasetrið

Rannsóknasetur í fötlunarfræðum var formlega stofnað þann 3. mars 2006. Með rannsóknasetri í fötlunarfræðum skapast þverfaglegur vettvangur rannsókna á sviði fötlunarfræða en stofnunin er sú fyrsta á þessu fræðasviði hér á landi. Rannsóknasetrið starfar sem undirstofnun Félagsvísindastofnunar og nýtur góðs af þeirri miklu reynslu sem þar er til staðar. Forstöðumaður rannsóknasetursins er Rannveig Traustadóttir prófessor og aðstoðar-forstöðumaður er Hanna Björg Sigurjónsdóttir dósent í fötlunarfræðum.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is