Háskóli Íslands

Ráðstefna FUF 2016. Daglega lífið: Fötlun, fjölskyldur og sjálfræði.

Félag um fötlunarrannsóknir í samvinnu við Rannsóknasetur í fötlunarfræði Háskóla Íslands standa fyrir ráðstefnunni: Daglega lífið: Fötlun, fjölskyldur og sjálfræði. Á ráðstefnunni verður rýnt í mikilvæga þætti sem varða fötlun, fjölskyldulíf og sjálfræði. Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar er dr. David McConnell prófessor við Alberta háskóla í Kanada en hann er leiðandi fræðimaður á sviði rannsókna um fjölskyldur og fötlun.

Ráðstefnan fer fram á Grand Hóteli Reykjavík þann 11. nóvember næstkomandi frá kl. 9:00 til 15:00 og að henni lokinni verður haldinn Aðalfundur Félags um fötlunarrannsóknir. 

Skráningu á ráðsefnuna er lokið, ekki verður tekið við fleiri skráningum.

Frekari upplýsingar um einstaka fyrirlesara og erindi á ráðstefnunni verður að finna á facebook síðu ráðstefnunnar. Við hvetjum ykkur til að fylgjast með þar.
 

Dagskrá

Ráðstefnustjóri: Steinunn Þóra Árnadóttir, alþingismaður

09:00   Ávarp Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands

  Setning Hanna Björg Sigurjónsdóttir formaður Félags um fötlunarrannsóknir

09:15   Sustainable family care for children with disabilities

  David McConnell prófessor við háskólann í Alberta

10.05   Kaffihlé

10.25   Hvar er barnið? Umsögn Tabú um frumvarp til laga um þjónustu við fatlað fólk með sértækar stuðningsþarfir

  Ágústa Eir Gunnarsdóttir, Tabú kona

10:45   Critical questions about disability and custody deprivation

  James G. Rice lektor og Hanna Björg Sigurjónsdóttir prófessor Félagsvísindasviði HÍ

11.15   Tónlistaratriði: Hlynur Þór Agnarsson djasspíanisti

11.25   Umönnunarþátttaka foreldra ungs fatlaðs fólks

  Hrafnhildur Snæfríðar- og Gunnarsdóttir verkefnisstjóri við Félagsvísindastofnun

11.50   Hvað er eðlileg fjölskylda?

  Katrín Björnsdóttir háskólanemi og Gísli Björnsson verkefnisstjóri

12.05   Hádegishlé

13.05   Lífsgæði 8-17 ára fatlaðra barna: Ólík sjónarmið barna og foreldra

  Linda Björk Ólafsdóttir iðjuþjálfi og Snæfríður Þ. Egilson prófessor Félagsvísindasviði HÍ

13.30   Sjálfræði ‚án orða‘

  Ástríður Stefánsdóttir, dósent Menntavísindasviði HÍ

13.55   Tónlistaratriði

14.10   Kynverund ‚án orða‘: Sjálfræði og fólk sem þar mikinn stuðning í daglegu lífi

  Guðrún V. Stefánsdóttir dósent og Kristín Björnsdóttir dósent Menntavísindasviði HÍ

14.35   Götulist í þágu jafnréttis

  Gísli Björnsson, Ragnar Smárason og Harpa Björnsdóttir verkefnastjórar     Menntvísindasviði

15.00   Ráðstefnulok

15.15   Aðalfundur Félags um fötlunarrannsóknir

Nánari upplýsingar veita:

Hanna Björg Sigurjónsdóttir (hbs@hi.is) og Eva Þórdís Ebenezersdóttir (evathord@hi.is). 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is