Háskóli Íslands

Efni tengt rannsókninni: Ofbeldi gegn fötluðum konum og aðgengi þeirra að stuðningsúrræðum

Í lok janúar 2015 lauk stóru rannsóknaverkefni sem bar yfirskriftina Access to specialised victim support services for women with disabilities who have experienced violence (Ofbeldi gegn fötluðum konum og aðgengi þeirra að stuðningsúrræðum).

Úr niðurstöðum verkefnisins var unnið hagnýtt efni sem nýst getur við skipulag aðgerða í þágu fatlaðra kvenna sem orðið hafa fyrir ofbeldi og bætt stuðning til þeirra. Því voru útbúin viðmið og grundvallaratriði er varða árangursríkan stuðning til fatlaðra kvenna sem orðið hafa fyrir ofbeldi og tillögur að aðgerðum til að bæta stuðning.

Einnig voru gerðir bæklingar, stuttar skýrslur og annað dreifiefni um niðurstöður rannsóknarinnar sem nálgast má hér á heimasíðu rannsóknasetursins.

Til að skoða bæklinga um verkefnið, skýrslur með helstu niðurstöðum og annað dreifiefni getur þú notað flettilistann hér til vinstri.

Einnig er hægt að sjá fleiri skýrslur og efni tengt rannsókninni á erlendri heimasíðu verkefnisins hér.

 

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is